
Um Gallerí Hólshraun og listakonurnar þrjár
Við erum þrjár listakonur, Árný Gyða, Hanna Þóra og Margrét María, sem rekum saman Gallerí Hólshraun en þar er að finna á einum stað Gallerí og vinnustofur. Allar vinnum við okkar leir á staðnum en auk þess er Hanna Þóra þar með málningaraðstöðu og Margrét María litar garnið sitt.
Gallerí Hólshraun er í senn gallerí og vinnustofa. Þó að opnunartími sé takmarkaður erum við oft á staðnum en utan opnunartímans er öruggara að hafa fyrst samband.

Árný Gyða

Hanna Þóra

Margrét María
Ég fór að vinna með leir árið 2012 þegar ég byrjaði á námskeiði í leirkerarennslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Ég féll strax fyrir leirnum og því að móta hann samkvæmt minni eigin fagurfræði. Ég fór á námskeið í nokkra vetur með fullu starfi en fann þá að vinna með leirinn einu sinni í viku var ekki nóg.
Í Gallerí Hólshrauni deili ég vinnusvæði með tveimur öðrum hæfileikaríkum listakonum. Samstarfið gerir okkur kleift að deila ábyrgðinni af því að reka vinnustofu og styðja hverja aðra með ráðum og dáð í listinni.
Ég nýt þess að hafa fallega hluti í kringum mig daglega og hrífst af einföldum, fallegum formum. Ég hef yndi af því að halda veislur og bjóða heim fólki og finnst gaman að bera þá fram veitingar og blóm á fallegum diskum og skálum. Ég vil að hver hlutur fái að njóta sín og kýs því einfalda glerunga til þess spila fallega á móti matnum eða blómunum hverju sinni.
Ég hef dálæti á hvers kyns handavinnu og handverki hef í nokkur ár handlitað ullargarn,í samstarfi við aðra hæfileikaríka handavinnukonu, og selt undir merkinu Today I Feel.
Hægt er að hafa samband:
