Um Gallerí Hólshraun og listakonurnar þrjár

Við erum þrjár listakonur, Árný Gyða, Hanna Þóra og Margrét María, sem rekum saman Gallerí Hólshraun en þar er að finna á einum stað Gallerí og vinnustofur. Allar vinnum við okkar leir á staðnum en auk þess er Hanna Þóra þar með málningaraðstöðu og Margrét María litar garnið sitt.  

Gallerí Hólshraun er í senn gallerí og vinnustofa. Þó að opnunartími sé takmarkaður erum við oft á staðnum en utan opnunartímans er öruggara að hafa fyrst samband.

Árný Gyða

Ég hef haft áhuga á leir síðan ég var 17 ára en fór ekki almennilega að  læra fyrr en ég flutti til Tasmaníu í Ástralíu þegar ég var rétt orðin tvítug.
Þetta átti að vera 3 mánaða ferð sem varð að nærri 30 árum, eignaðist fjölskylu þar, á 2 börn sem eru Ástralir og búa þar enn.
Ég fór í keramiknám í TAFE Collage in Launceston í 2 ár en aðstæður voru þær að ég þurfti að fara á vinnumarkaðinn og hætti í náminu. Nokkrum árum seinna keypti ég mér bekk og var að dunda við  þetta heima.
Flutti síðan til Íslands aftur 2011 og fór þá í Myndlistaskólann. Þar kynntist ég yndislegu fólki og þar á meðal samstarfs vinkonum mínum hérna í Gallerí Hólshrauni.
Ég nota mest steinleir en líka aðeins postulínsleir. Ég elska liti, þeir gleðja augað og skera sig úr öllu þessu svarta og hvíta í umhverfinu okkar.
Ég hef áhuga á allri handavinnu, sauma veski úr fiskroði, sauma föt og prjóna, en leirinn er mitt „passion“.
Hægt er að hafa samband:

Árný Gyða

Hanna Þóra

Þegar ég bjó erlendis fyrir 20 árum skráði ég mig í rennslunámskeið og má segja að leiráhugi minn hafi kviknað þar.  Þegar ég flutti aftur heim var lítill tími til að sinna áhugamálunum en ákvað svo ég að fara á myndlistarnámskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur og var þar í mörg ár.  Mér til miklillar lukku skráði ég mig  í leirnámskeið í sama skóla þar sem ég kynntist samstarfskonum mínum. Eftir því sem árin liðu jókst leiráhuginn og öll hans leyndarmál.  Árið 2017 tókum við þrjár stökkið saman og opnuðum saman vinnustofu á Smiðjuveginum og vorum þar þar til á haustdögum 2019 þegar við fluttum í Hólshraunið.
Ég hef mikinn áhuga á matargerð og hef haldið úti matarblogginu  hanna.is. í nokkur ár.  Þannig hef ég getað blandað saman mínum helstu áhugamálum mat og leir.  Hönnupottar eru dæmi um það en ég bý þá til og baka brauð og elda mat í þeim.
Olíumáling er einnig ennþá eitt af mínum áhugamálum og hef ég farið á fjöldamörg námskeið í gegnum tíðina .  Ég mála í Hólshrauni og er mest að vinna með kalt vax og olíuliti á krossvið.  Skemmtilegast finnst mér að mála landslag með smá fantasíu.
Hægt að hafa samband:

hanna@hanna.is

Hanna Þóra

Margrét María

Ég fór að vinna með leir árið 2012 þegar ég byrjaði á námskeiði í leirkerarennslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Ég féll strax fyrir leirnum og því að móta hann samkvæmt minni eigin fagurfræði. Ég fór á námskeið í nokkra vetur með fullu starfi en fann þá að vinna með leirinn einu sinni í viku var ekki nóg.

 

Í Gallerí Hólshrauni deili ég vinnusvæði með tveimur öðrum hæfileikaríkum listakonum. Samstarfið gerir okkur kleift að deila ábyrgðinni af því að reka vinnustofu og styðja hverja aðra með ráðum og dáð í listinni.

 

Ég nýt þess að hafa fallega hluti í kringum mig daglega og hrífst af einföldum, fallegum formum. Ég hef yndi af því að halda veislur og bjóða heim fólki og finnst gaman að bera þá fram veitingar og blóm á fallegum diskum og skálum. Ég vil að hver hlutur fái að njóta sín og kýs því einfalda glerunga til þess spila fallega á móti matnum eða blómunum hverju sinni.

 

Ég hef dálæti á hvers kyns handavinnu og handverki hef í nokkur ár handlitað ullargarn,í samstarfi við aðra hæfileikaríka handavinnukonu, og selt undir merkinu Today I Feel.

 

Hægt er að hafa samband:

margretmaria@gmail.com

Margrét María