Abstrakt og náttúra
Hanna hefur lengi verið að mála myndir og sótt fjölda námskeiða í gegnum tíðina. Undanfarin ár hefur hún mest verið að vinna með olíuliti en það var svo þegar hún kynntist köldu vaxi að hún fann sinn stíl og hvernig henni þykir skemmtilegast að vinna myndirnar sínar. Myndirnar hennar eru nær allar unnar með blöndu af vaxi og olíu á krossviðsplötur. Íslenskt landslag er ofarlega í huga og má segja að stíllinn sé sambland af abstrakt og náttúru með smávegis fantasíu.









