Listaverk og nytjahlutur
Hugmyndin er að hver pottur eigi að sóma sér vel uppi á hillu en um leið að þjóna tilgangi í matargerð.
Hver pottur er einstakur þar sem hann er að öllu leyti handrenndur og því geta tveir pottar aldrei orðið eins. Vinnsluferli potts er a.m.k. 8 dagar og er unnið í 16 skrefum.
Pottastærð
Lítill pottur
hentar vel fyrir ýmsa smárétti og lítil brauð
Pottur með fjórum hnúðum og flötu loki
(h: 15 – 20 cm og þvermál 30 – 35 cm)
Pottur með þremur hnúðum
(h: 20 – 30 cm og þvermál 21 – 26 cm)
Pottlok með þremur – fjórum hnúðum
má einnig nota sem skál eða disk


Eldað með loki
Uppgufun er lítil sem engin og rétturinn eldast í eigin raka. Kjötið verður safaríkara og á það sérstaklega við þegar eldaður er heill kjúklingur
Bakað í potti
Potturinn er látinn hitna með ofninum. Deigið sett í heitan pottinn og bakast því á hærri hita. Brauðið nær að lyftast betur og heldur fallegri lögun
Eldað án loks
Potturinn er eins og eldfast mót
Pottana má setja í uppþvottavél.
Verð: 35.000 – 45.000 kr
Hægt er að fylgjast með á @honnupottar