Hanna Þóra

Keramik

Eftir Hönnu Þóru

Hanna Þóra

Mér þykir mjög gaman að baka og elda en auk þess veit ég fátt skemmtilegra en að búa til listmuni til að bera matseldina fram í.  Hönnupottar eru pottar sem ég hef verið að þróa og vinna með í mörg ár.  Upphaflega notaði ég þá eingöngu við brauðbakstur en með tímanum hafa þeir tekið breytingum og notkunamöguleikar þeirra aukist en hægt er að elda ýmsar kræsingar í brauðpottunum góðu.  Hugmyndin er að þeir séu í senn listaverk, pottur, skál og svo eldfast mót.  Það er svo óendanlega margt hægt að elda og baka í þeim.

Þar að auki finnst mér gaman að renna aðra hluti sem hægt er að nota við matargerð og til að bera fram í.

Uppskriftir í Hönnupottum 

Hönnupottar

Matseld í hönnupotti

Einfaldari hönnupottar