Garn

Garn

Garn handlitað af Margréti Maríu og Þorbjörgu

Handlituð hágæða merino ull

Við erum tvær vinkonur sem fórum að lita garn saman af því að við elskum fallegt garn og fallega handgerða hluti. Við prjónum mikið sjálfar og skiljum vel þá vinnu sem fer í að búa til handgerðar flíkur. Við trúum því að til þess að flíkurnar fái notið sín sem best verði að nota gæða efni. Þess vegna notum við eingöngu hágæða merino ullargarn sem grunn í litanir okkar. 

Við litum eftir því hvernig okkur líður hverju sinni og teljum að tilfinningar spili stóran þátt í sköpun en einnig að sköpun hafi áhrif á tilfinningar okkar. Því erum við ekki  með neinar fastar litagerðir heldur litum við í lotum. Þegar lotan er uppseld eru litlar líkur á að sama litagerð verði endurtekin. Við mælum því með að kaupa nægilegt garn í verkefnið strax í upphafi.

Við vonum að þið njótið þess að búa til draumaflíkur fyrir fólk sem ykkur er kært (ykkur sjálf líka) úr garninu okkar.

Margrét María og Þorbjörg