Árný Gyða
Ég sæki hugmyndir mínar og stíl mikið frá Ástralíu þar sem ég bjó í nærri 30 ár. Litagleði og straumlínur eiga hug minn allan og mér finnst frábært að fá það frelsi til að leyfa því að vaxa og dafna. Ég vinn mikið með Copper Carbonate og þá sérstaklega í stóru skálunum mínum en einnig nota ég mikið “Underglazes” í litaflóruna og þá helst í lófabollunum mínum. Ég renni einnig í postulíni bæði bolla og skálar. Postulínsbjöllurnar eru í uppáhaldi en hljómur þeirra er einstaklega fallegur.












